Amy Schumer er ekki til í að taka því að fólk sé að kalla hana feita, of feita til þess að leika Barbie í bíómynd sem á að fara að framleiða um dúkkuna heimsfrægu.
Amy setti inn færslu á Instagram reikning sinn þar sem hún segir að hún eigi bara víst skilið að leika Barbie, sem hún kallar „mikilvæga goðsögn í stöðugri þróun.“ Með færslunni setti hún mynd af sér í sundbol og skrifaði hún meðal annars: „Ég er sterk og er stolt af lífi mínu. Ég segi mína meiningu og berst fyrir því sem ég trúi á og skemmti mér vel við það, með fólkinu sem ég elska. Hvar er skömmin? Hún er ekki hér.“
Einnig þakkar Amy þeim sem hafa stutt hana: „Takk fyrir öll hlýju orðin og stuðninginn og samúð mín fer öll til „trollaranna“ sem eiga meira bágt en við gerum okkur grein fyrir. Ég vil þakka þeim fyrir að gera það svona ljóst að ég er klárlega rétta manneskjan í hlutverkið.“