Eftir því var tekið á sýningu Victoria’s Secret nú um daginn að Gigi Hadid hefur grennst töluvert síðan á seinustu sýningu árið 2015.
Gigi sagði svo frá því að hún væri með Hashimoto sjúkdóminn, sem er skjaldkirtilssjúkdómur. „Efnaskiptin mín hafa breyst svakalega mikið á þessu ári,“ sagði Gigi í samtali við Elle magazine og segist hafa tekið eftir því á þessu ári, við undirbúning fyrir Victoria’s Secret sýninguna, að línurnar hennar höfðu breyst frá því í fyrra.
„Ég hef verið að taka lyfin núna í 2 ár og á sýningunni komst ég að því að ég vil alls ekki grennast meira. Mig langar bara í flotta vöðva og aðeins stinnari rass, það væri fínt,“ sagði Gigi.
Hingað til hefur Gigi verið ein af þeim sem hefur barist fyrir því að konur með línur væru notaðar á tískusýningar. Hún varð fyrir smá áreiti árið 2015 þegar hún var sögð of breið til að sýna nærföt. Þá sagði hún í samtali við Vogue: „Ég elska líkama minn því ég veit hvað hann hefur gert til þess að vera eins og hann er. Í hreinskilni hef ég ekki áhuga á að breyta mér fyrir einhvern sem er ekki ánægður með sitt eigið líf. Victoria’s Secret englarnir eru ekki að fara neitt. Ég er ekki að fara neitt og fyrirsætur í yfirstærð eru ekki að fara neitt.“