Jóladagatal 12. desember – Saga af kvíða

Í kvöld kemur Giljagaur til byggða og börnin hafa væntanlega hagað sér einstaklega vel í dag. Jólin eiga að vera tími gleði og hamingju og ekki tími til að vera kvíðinn og áhyggjufullur.

Það er mikið frelsi að geta hlakkað til jólanna og vera ekki fullur af lamandi kvíða og depurð.

Því fannst okkur kjörið að gefa þessa æðislegu bók, Hugrekki – saga af kvíða, eftir Hildi Eir Bolladóttur.

Hugrekki-1-600x697

Ég hef þá inngrónu afstöðu að það sé alltaf hægt að gera eitthvað sér til sáluhjálpar. Og sú afstaða er sennilega mitt besta bjargráð.

Kvíði og einsemd eru erfiðar tilfinningar og því er sá skilningur sem fæst með sameiginlegri reynslu, sjálf nándin, eitt besta meðal sem til er. Þessari bók er ætlað að mæta einsemdinni og kvíðanum. Hún er líka fyrir þá sem aldrei hafa glímt við kvíða, aðstandendur sem standa ráðþrota frammi fyrir þessu undarlega fyrirbæri, en ekki síður fyrir þá sem eru forvitnir um víðáttu hugans og víddir mannssálarinnar.

Ef þig langar að eignast eintak af þessari bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Hugrekki já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þessa frábæru bók að gjöf!

 

SHARE