Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?

 

Við erum öll misjöfn og það er skemmtilegt að sjá hversu ólík við erum, út frá stjörnumerkjunum. Hvert merki hefur sitt sérkenni.

Eitt af því sem er mismunandi á milli stjörnumerkja er hvernig við tjáum ást okkar. Hér sjáum við dæmi um þennan mun.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn er fyrstur á þessum lista. Hann er oft álitinn þurr og húmorslaus en ekki hafa áhyggjur, hann skemmtir sér vel líka.

Hugmynd Hrútsins um daður er kaldhæðni og hann gæti átt það til að gera grín á þinn kostnað. Ekki taka því nærri þér. Þegar Hrúturinn á í hlut er þetta jákvætt merki.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er smámunasamt, athugult og jafnvel örlítið tortryggið. Það á það til að segja hvernig þeim líður, umbúðalaust. Til dæmis segir það þér að það sér hrifið af þér og líka af hverju.

Nautið elskar ákveðna hluti við maka sinn. Það hrósar þér kannski ekki oft en ekki hafa áhyggjur, það elskar þig samt.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn er stundum þrjóskur en er samt léttur í lund og gaman að vera í kringum hann. Jafnvel þó hann laðist ekki að þér á rómantískan hátt, er hann ekki feiminn við að knúsast og daðra smá.

Oft á Tvíburinn það til að segja það hreint út að hann sé hrifinn af þér. Hann er ekki mikið fyrir of náin vinasambönd.

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn hefur mjög gaman að því að sjá um aðra og er eitt rómantískasta merkið og jafnvel svolítið gamaldags. Hann vill senda þér blóm og gjafir og jafnvel lítil ástarbréf.

Krabbinn er sá sem man eftir afmælinu þínu og meira að segja afmælum foreldra og gæludýra líka.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið er djarft, ástríðufullt og stjórnsamt. Það á það til að vilja eiga fólkið sitt, þannig að ef þú átt Ljón að vin þarft þú reglulega að setja því mörk.

Ljónið elskar að vera miðpunktur athygli þinnar og er alltaf að reyna að finna nýja hluti til að gera með þér.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan er frekar nákvæm í öllu sem hún gerir. Það er erfitt að fá að sjá galla þeirra, svo þegar þú ferð að sjá gallana ertu klárlega komin inn fyrir hjá henni.

Meyjan á það til að sleppa sér svolítið og verða kærulausari við þá sem hún elskar mest.

Vogin

23. september – 22. október

Vogin tekur hlutverk sitt sem „besti vinur“ mjög alvarlega. Hún kemur og sækir þig þó þú sért á bíl og spilar þína uppáhaldstónlist þú hún fíli hana alls ekki.

Vogin reynir að vera stór partur af lífi þínu, hvar og hvenær sem er.

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn er eldmerki og á það til að vera mjög mikill daðrari. Hann daðrar við flesta, ekki bara þá sem hann á í ástarsambandi við.

Ekki hafa áhyggjur af því, þannig er Sporðdrekinn bara. Hann segir þér nákvæmlega hvernig honum líður og elskar djúp, heimspekileg samtöl við þá sem honum þykir vænst um.

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn er vinalegur og ástúðlegur og á það til að vera mikið fyrir snertingu. Hann situr nálægt þér, knúsar þig, snertir þig og á það til að klípa þig líka.

Bogmaðurinn vill finna fyrir nærveru þeirra sem hann elskar mest.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Steingeitin er þolinmóð og stundum feimin. Hún á ekki jafnauðvelt með að opna sig eins og Fiskurinn til að mynda. Þegar Steingeitinni líkar við þig, mun hún sýna það á rökréttan hátt. Hún mun fá ofurtrú á öllu sem þú segir og stingur upp á og mun ekki hlusta á neinn annan.

Ef þú ert að leita að öðrum ástartjáningum frá Steingeitinni þarftu að leita betur.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberinn er óhefðbundnasta merkið. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað hann er að hugsa eða hvað hann er að fara að gera.

Því meira sem Vatnsberinn elskar þig, því klikkaðri leyfir hann sér að vera. Hann tjáir sig mikið með gjöfum, óvissuferðum og furðulegum litlum hlutum af skransölunni.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn er vafalaust eitt viðkvæmasta og rómantískasta merkið og hann felur það ekki vel.

Fiskurinn er týpan sem skrifar ljóð um besta vin sinn og setur saman myndaalbúm með sér og bestu vinunum. Hann setur allt hjartað í svona hluti.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

 

SHARE