Hálfmánar með sultu

Þessar klassískur jólalegu kökur koma frá þeim systrum Tobbu og Stínu sem eru með síðuna Eldhússystur. 

Hálfmánar með sultu

800 gr Kornax hveiti
400 gr smjör við stofuhita
400 gr sykur
1 tsk hjartasalt
5 Nesbúegg
3 tsk kardimommur

Sveskju- eða rabarbarasulta
Slegið egg til að pennsla með

Kveikið á ofninum á 190°

Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn, athugið ef þið setjið of mikið þá springur kakan. Þetta deig er í viðkvæmari kantinum þannig að það þarf ekki mikið til að það rifni.

 

Leggið hringinn saman þannig að hann myndi hálfmána. Leggið hálfmánanana á bökunarpappír og þrýstið niður hliðunum með fingrunum.

 

Penslið kökurnar með eggi og bakið í 12-15 min eða þar til kökurnar eru búnar að taka á sig smá lit.

 

 

Eldhússystur eru á Facebook 

 

 

 
SHARE