Þetta dásamlega brauð er jólalegt með eindæmum. Það kemur frá Fallegt & Freistandi
Fléttað jólabrauð
Deig:
1 pakki þurrger
2 dl mjólk
½ tsk kardimommur, muldar
½ tsk salt
2 msk sykur
1 egg
75 g smjör
450 g hveiti
Fylling:
75 g smjör
1 dl sykur
150 g jarðaberjasulta frá Den Gamle Fabrik
100 g rifið marsipan
Egg eða mjólk til að pensla
Aðferð:
Hrærið gerið út í volga mjólk. Bætið kardimommum, salti, sykri og eggi út í og hrærið vel saman. Myljið smjörið út í helminginn af hveitinu og hrærið saman við gerblönduna. Setjið afganginn af hveitinu saman við í litlum skömmtum og hnoðið mjög vel – gjarnan í hrærivél með hnoðara ef slíkt er til staðar. Leggið rakan klút yfir skálina og látið hefast í 45 mínútur.
Hrærið smjör og sykur (í fyllingu) saman í mjúkan massa.
Fletjið deigið út í stóran ferhyrning, ca. 30×40 cm. Smyrjið smjörmassanum yfir deigið og dreifið því næst sultu yfir. Stráið svo rifnu marsipani jafnt yfir, og rúllið upp í langa rúllu (frá langhliðinni).
Skiptið deiginu í þrennt með því að skera eftir endilangri rúllunni, en gætið þess að skera ekki alla leið, deigið þarf að hanga saman svo auðvelt sé að flétta. Fléttið deigið í aflangt brauð og setjið á plötu með bökunarpappír. Penslið með eggi eða mjólk og látið hefast í 45 mínútur.
Bakið brauðið í ca. 25 mínútur við 180°C og berið fram volgt
Verði ykkur að góðu!
Fallegt & Freistandi á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.