Þessi eftirréttur er sko jólalegur með eindæmum frá Fallegt & Freistandi
RISALAMANDE MEÐ KIRSUBERJASÓSU
1 dl grautargrjón
1 ¼ dl vatn
5 dl mjólk
2 msk sykur
1 vanillustöng
100 gr saxaðar möndlur
3-4 dl rjómi
1 krukka kirsuberjasósa frá Den Gamle Fabrik
Aðferð:
Setjið hrísgrjónin í sjóðandi vatn í potti með þykkum botni. Sjóðið í 2 mínútur og bætið mjólkinni saman við. Látið suðuna koma upp aftur og sjóðið ásamt vanillustönginni við lágan hita í 45-50 mínútur. Hrærið í öðru hvoru.
Kælið í að minnsta kosti 30 mínútur eða þar til grauturinn er alveg kólnaður – helst yfir nótt. Smakkið til með sykri, kornum úr vanillustönginni og söxuðum möndlum. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við grautinn.
Berið fram risalamande með kaldri eða volgri kirsuberjasósu og skreytið gjarnan með hökkuðum möndlum og vanillukornum.
Verði ykkur að góðu!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.