Jólahátíðin er að nálgast og allir sem strengdu það undarlega markmið „í kjólin fyrir jólin“, eru annað hvort búnir að ná því eða gleyma því. Konfektkassarnir liggja allastaðar, ef ekki í vinnunni þá er einhver að gefa smakk í næstu stórvöruverslun. Gleðin og eftirvæntingin tekur yfirhöndina yfir skynsemina og við gleymum að hverju við vorum að stefna á í haust, þegar „í kjólin fyrir jólin“ markmiðið var ákveðið.
Matur er notaður sem gleðiefni við öll tækifæri og sér í lagi yfir jólahátíðina, enda er fátt skemmtilegra en að setjast niður með fólkinu sínu yfir góðri steik og öllu sem því fylgir. Jólin er viðurkennd afsökun fyrir ofáti, en um leið megum við ekki gleyma því að jólin eru bara tveir dagar, í mesta lagi þrír. En ekki 2 vikur, eða jafnvel lengra.
Sjá einnig: Fyrstu jólin hjá litlum englum
Reynum að hafa það hugfast að okkur ber ekki skylda til að borða hvern einasta konfektmola sem við sjáum, eða að við megum fá okkur vatnsglas með matnum og sleppa því að fá okkur afgangs ís um miðnætti.
Prófum breytingu í ár og hugsum fram á við. Komum í veg fyrir að vakna í janúar full sektarkenndar um át sl. vikna og byrjum strax. Góð hreyfing í amk 30 mín á dag og hófsemisreglan verður að leiðarljósi okkar yfir hátíðirnar. Þú munt uppskera betri heilsu og líðan, ef ekki núna strax þá í janúar. Með því að gera þessar góðu lífsreglur að venju þá getum við litið, án samviskubits, framhjá „kjólin fyrir jólin“ auglýsingunum næsta vetur.
Höfundur greinar:
Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.