Þessi dásamlegi ís er frá Gotterí og gersemum.
Brómberja og marsipan ís
- 6 egg aðskilin
- 130 gr sykur
- Fræ úr einni vanillustöng
- ½ l þeyttur rjómi
- 100 gr saxað Toblerone
- 200 gr Anthon Berg marzipan stykki (5 x 40gr) skorin í litla bita + 1-2 stk til skrauts
- 250 gr maukuð brómber + meira til skrauts
- 50 gr suðusúkkulaði til skrauts
- Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið vanillunni út í og blandið vel.
- Vefjið þeytta rjómanum því næst varlega saman við eggjarauðublönduna.
- Setjið saxað Toblerone og marzipanbitana saman við.
- Stífþeyttum eggjahvítum því næst vafið vel saman við með sleikju.
- Að lokum er maukuðum berjum blandað út í, varist að blanda of vel, fallegt að hafa marmaraáferð á berjablöndunni í ísnum.
- Öllu hellt smelluform um 22 cm í þvermál.
- Plastið ísinn vel og frystið helst í sólarhring og berið síðan fram með þeyttum rjóma og brómberjasósu.
- Skreytið með bræddu suðusúkkulaði, berjum og niðurskornu marzipanstykki.
Brómberjasósa
- 150 ml vatn
- 150 gr sykur
- 125 gr brómber
- Smá sítrónusafi
- Setjið vatn, sykur og brómber saman í pott og sjóðið við vægan hita í um 10 mínútur og kremjið berin vel.
- Sigtið þá berin frá, setjið smá sítrónusafa saman við og kælið. Sósan þykknar örlítið við að kólna og berið hana fram með ísnum ásamt þeyttum rjóma.
Gotterí og gersemar á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.