Stjörnuspá fyrir árið 2017

REYKJAVIK, ICELAND - JANUARY 01: People watch and take photos as fireworks for New Year go off across Reykjavik on January 1, 2017 in Reykjavik, Iceland. (Photo by Sophia Groves/Getty Images)

Nú er nýtt ár hafið og við veltum því auðvitað fyrir okkur hvernig þetta ár muni verða hjá okkur. Það er auðvitað hægt að velta vöngum fram og til baka en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er bara svolítið þannig. Þessi stjörnuspá er frá heimasíðunni LittleThings sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við ákváðum að þýða hana fyrir ykkur.

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Aquarius (January 20 to February 18)

Þú ert dugleg og varkár manneskja og vilt alltaf vera 1000% viss, þegar þú ert að gera einhverjar breytingar. Þú vilt taka þér tíma til að íhuga alla kosti og galla á aðstæðum. Stundum getur þetta orðið til þess að þú hjakkar í sama farinu og það gefur þér enga hamingju.

Prófaðu, á þessu ári, að taka ákveðin skref. Vertu ákveðin og reyndu að fá það sem þú vilt. Við erum ekki að segja að þú eigir ekki að vera varkár, bara að þú ættir ekki að láta varkárni þína stoppa þig í að gera þær breytingar sem þú þarft að gera. Þú munt komast að því að fólk mun kunna að meta það, meira en þú getur ímyndað þér.

 

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Pisces (February 19 to March 20)

Stundum getur þér liðið eins og allt sé að hrynja í kringum þig, en það er ekki að gerast, hlutirnir eru bara að breyta um lögun. Þú ert viðkvæm manneskja og þolir illa breytingar, en breytingar geta virst stærri og meira ógnvekjandi í byrjun, en þær eru í raun og veru.

Mundu svo í framtíðinni að þú þarft ekki bara að sitja á hliðarlínunni og fylgjast hlutlaus með lífinu. Þú getur og ættir, að taka virkan þátt í að skapa þann heim sem þú vilt lifa í. Þú gætir meira að segja komið þér sjálfri á óvart.

 

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Aries (March 21 to April 19)

Þú ert yfirleitt mjög drífandi lætur bara vaða. Seinasta árið hefur þú hinsvegar þurft að hægja á þér. Þú ert náttúrulega virk og ötul, svo það getur reynst þér áskorun að hægja aðeins á þér, en mundu bara að það mun ekki hjálpa neinum að gera hlutina hraðar. Prófaðu í staðinn að anda djúpt og kunna að meta lífið aðeins hægar, að minnsta kosti í bili. Þú gætir farið að njóta hlutanna sem þú hélst þú hefðir engan tíma fyrir.

Notaðu líka þennan tíma til að prófa nýja hluti. Kannski uppgötvarðu nýjar hliðar á þér sem þú vissir ekki að væru til.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Taurus (April 20 to May 20)

2017 er árið þar sem þú kemur öllu þínu á hreint, kæra Naut. Þú hefur verið að stytta þér leið í gegnum marga hluti í lífi þínu en nú er komið að því að ganga frá öllum lausum endum. Þú munt finna að lífið er mun afslappaðra þegar þú klárar þessi mál.
Sum þessara verkefna er ekkert of glæsileg en þegar allt þitt er komið á hreint muntu sjá, hversu miklu þú hefur í raun áorkað og það mun ekki þyrma yfir þig þegar þú færð ný verkefni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Gemini (May 21 to June 20)

Það hafa orðið margar breytingar hjá þér á þessu ári og það er ekkert að fara að breytast. Þannig viltu líka hafa það. Þessar breytingar halda þér á tánum og gefa þér byr undir báða vængi. Það er líka þetta sem mun gera árið 2017 nákvæmlega að því ári sem þú hefur verið að bíða eftir.

Haltu áfram þínu striki á þessu ári. Það getur verið að þér finnist stundum nóg um, hvað það er margt að gerast hjá þér en þetta er allt á réttri leið ef þú ert til í að taka til hendinni. Þetta verður stórkostlegt!

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Cancer (June 21 to July 22)

Það er eitt sem þú munt aldrei hætt að gera kæri Krabbi, og það er að vera þú sjálf. Þú ert óstoppandi og ógleymanleg. Þú ert með stóran persónuleika sem fyllir upp í herbergi, á jákvæðan hátt. Þó fólk segi það ekki alltaf þá hlýjar það fólki um hjartarætur að sjá þig og þinn persónuleika.

Haltu áfram að vera þú á þessu ár og mundu að fólk úti um allt elskar þig fyrir það. Þú hefur meiri áhrif á fólk en þú gerir þér grein fyrir. Mundu það þegar þú ert döpur eða lítil í þér, þú lífgar upp á líf fólks.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Leo (July 23 to August 22)

Stundum finnst þér eins og þú hafir klúðrað hlutunum, því þú hefur ekki náð að koma öllum 10 milljón hlutunum í verk, sem þú ætlaðir þér. Ekki draga þig niður fyrir það, þú stendur þig vel. Meira segja stendurðu þig frábærlega, svo þú getur alveg slakað á.

Á þessu ári ættir þú að gera aðeins minni kröfut til þín. Komdu mikilvægu hlutunum í verk og ef einhverjir litlir hlutir gleymast er það allt í lagi. Þú munt fá annað tækifæri til að gera þá svo ekki vera að stressa þig.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Virgo (August 23 to September 21)

Það kann að vera að þú sért vön því að vera baksviðs og stjórna hlutunum þaðan. Kannski er kominn tími til að þú komir fram og sért hrein og bein. Þú átt það til að safna upp gremjunni þinni og hún safnast upp og verður að streitu. Þú þarft ekki á því að halda.
Reyndu að tjá þig hreinskilnislega þegar þú þarft á þessu ári og þú munt sjá að mörg vandamál munu hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það getur verið erfitt í fyrstu að læra að tjá sig á annan máta en því meira sem þú gerir það, þeim mun öruggari verður þú. Þú munt líka komast að því að fólk fer að virða þig enn meira.

Vogin

23. september – 22. október

Libra (September 22 to October 23)

Lífið þitt er mjög gott núna og eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum, þá áttu þetta skilið. Þú munt alveg takast á við áskoranir en þú munt geta nýtt þér fyrri reynslu þegar þú tekst á við þær og gerir því líf þitt og þinna nánustu betra og betra.

Þú ert í sérstakri stöðu því þú veist hvað það er, að ganga illa, en þú veist líka hvernig þú átt að forðast að láta hlutina ganga illa. Þú hefur valdið til að gera líf þitt gott alla daga.
 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Scorpio (October 24 to November 21)

Þér finnst kannski að þú sért komin á byrjunarreit en það er kannski ekki svo slæmt á þessum tímapunkti. Þetta er kannski til þess að sýna þér að þú ert kannski ekki alveg á réttri leið. Það er allt í lagi því öll reynsla er mikilvæg.
Í bili ættirðu að leita uppruna þíns, ef svo má að orði komast. Gerðu það sem gerir þig hamingjusama og taktu svo næsta skref í kjölfarið. Það er alltaf eitthvert „næsta skref“ þó þú kannski komir ekki alltaf auga á það strax.

 

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Sagittarius (November 22 to December 21)

Það var mikið að gera hjá þér á seinasta ári og má vera að þér líði eins og hvirfilbylur hafi farið í gegnum líf þitt. Samt sem áður hefur þetta annríki gefið þér aukinn kraft þó þetta hafi oft verið yfirþyrmandi. Á nýja árinu þarftu að taka ákvarðanir um hvað er mikilvægt og hvað er ekki jafn mikilvægt og breyta lífi þínu samkvæmt því.

Sem betur fer, ertu það nærgætin að þú munt geta gert þessar breytingar án þess að særa nokkurn, það er að segja ef þú passar þig. Mundu svo að gefa þér smá tíma fyrir sjálfa þig til að slaka á, þú átt það skilið.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Capricorn (December 22 to January 19)

Það er nú eða aldrei Steingeit. Þú hefur vitað það í dágóðan tíma að eitthvað verður að gerast svo þú finnir virkilega hamingjuna, svo nú er um að gera að gera árið 2017 að því ári sem mun breyta öllu.

Það er ekki þar með sagt að breytingarnar verði auðveldar, þær geta meira að segja orðið mjög erfiðar. En ekki láta það stoppa þig ef þú veist í hjarta þínu að þú ert að taka rétta ákvörðun. Þú gætir þurft að takast á við smá drama en þegar allt kemur til alls muntu byrja nýjan kafla í þínu lífi, á þínum eigin forsendum.

Heimildir: LittleThings by Laura Caseley

 

SHARE