Smá hugleiðing um hamingjuna.
Oft heyri ég fólk tala um að það verði hamingjusamt þegar það eignast þetta eða klárar eitthvað eða þegar makinn er eins og það vill eða börnin útskrifast eða….
Einu sinni stóð ég í þessari meiningu sjálf!
Gerði þannig óraunhæfar kröfur á hluti, atburði og fólk og fann óhamingjuna en ekki hamingjuna.
Svo kviknaði ljós í hjartanu og ég fattaði að hamingjan kom innan frá!
Hamingjan bjó í hjarta mér, það eina sem ég þurfti að gera var að leyfa mér að vera hamingjusöm, óháð því hvaða hluti ég átti, óháð þeim verkefnum sem ég var að takast á við og óháð öðru fólki
Æfingar til þess að hjálpa sér að auka við hamingjuna er að segja upphátt:
”ég leyfi mér að vera hamingjusöm/samur”
Er að skrifa á postersmiða:
Ég má vera hamingjusöm/samur ( Sterkast með rauðum penna )
Þvílíkt frelsi sem það er að velja hamingjuna
Kristín Snorradóttir
Heimasíða Sterk saman og Facebook.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!