Tandoori kjúklingasalat

Unaðslega gott kjúklingasalat frá matarbloggi Önnu Bjarkar. 

Tandoori kjúklingasalat

f. 4
600 gr. kjúklingafile
100 gr. tandoori paste í krukku
1/2 tsk. tandoori krydd frá Pottagöldrum (má sleppa)
400 gr. hrein jógúrt
60 gr. myntusósa
1 poki laufsalat
4 stórir tómatar, grófsaxaðir
1 gúrka skorin í þykka grófa bita
1/2 rauðlaukur í þunnum sneiðum
Meðlæti:
12 pappdums
Mangó chutney
En svona geri ég:
Kjúklingur, tandoori paste, kryddi og helmingur af jógúrtinni hrært saman í skál kjúklingnum bætt útí og passa að hann sé allur þakinn í kryddleginum. Gott að láta standa í svolítinn tíma.
Kjúklingalundirnar eru grillaðar á útigrilli eða steiktar á grillpönnu.

043

Grænmetinu og kjúklingnum raðað fallega á disk. 4 pappadums skífur eru settar á disk í örbylgjunni og steikar á HIGH í um 30 sec. eða þar til þær púffast út, já, ég sagði púffast.  Endurtekið þar til allar eru steiktar.014
Restinni af jógúrtinni er hrært saman með myntusósunni (er til frá, Den Gamle Fabric) og borin fram með salatinu ásamt Mangó chutney. Ef þú færð hana ekki er fínt að saxa ferska myntu útí og setja örlítinn sykur með.
Verði þér að góðu 🙂

SHARE