Blómkálssúpa með rauðu karrý

Þessi unaðslega súpa kemur frá Matarbloggi Önnu Bjarkar

 

Blómkálssúpa með rauðu karrý

f. 4
1 stór blómkálshaus, brotinn í lítil blóm og stilkurinn saxaður
¼ bolli hituð kókosolía eða ólífu olía
1 laukur, saxaður
2-3 msk. rautt Thai karrýmauk (fer eftir hvað þú vilt sterkt)
Börkur á 1 lífrænni sítrónu, fínrifin
½ boli af hvítvíni (Pinot Grigio), má sleppa
1 ½bolli grænmetis-eða kjúklingasoð, (vatn+þykkni)
1 dós létt kókosmjólk
½ tsk. sykur
1 msk. japanskt hrísgrjónadeik
Sjávarsalt og svartur pipar
¼ bolli saxaður volaukur
1 msk. ferskt saxað basil
Þunnar sneiðar af rauðu chili
Ofninn er hitaður í 200°C. Blómkálinu er velt uppúr ca. 3 msk. af kókosolíunni og sett í einu lagi á bökunarplötu og bakað þangað til kálið er gyllt, ca. 25-30 mín. 1 msk. af kókosolíu er hituð í rúmgóðum potti og laukurinn steiktur með smá salti þar til hann er mjúkur og glær. Þá er karrýmaukinu og sítrónuberkinum bætt útí, hitinn er hækkaður og víninu (ef það er notað) bætt útí og hrært í þar til það er að mestu gufað upp.

Mestu af blómkálinu er þá bætt útí pottinn, ásamt soði, kókosmjólk og sykri. Suðan er látin koma upp og hrært í á meðan, síðan tekið af hitanum og edikinu bætt útí.
Þá er “Töfrasprotinn” tekinn fram og honum stungið ofaní pottinn og súpan maukuð þar til hún er silimjúk og slétt (FARA VARLEGA, HEITT). Smakkað til með salti og pipar.
Súpunni er skipt í 4 skálar og restinni af blómkálinu, basil og vorlauk hrúgað fallega í miðjuna á hverri skál. Svo er gott að hafa skorpumikið gróft brauð og olíu með.
Verði þér að góðu 🙂

Smellið endilega einu like-i á Önnu Björk á Facebook. 

SHARE