Fyrsta tönnin

Hvenær kemur fyrsta tönnin?

Það er mjög mismunandi hvenær börn taka fyrstu tönnina. Sum börn fæðast með tennur en önnur fá ekki tennur fyrr en þau eru ársgömul. Það er enginn sérstakur kostur við að þau taki tennur snemma og á hið gagnstæða jafnvel við.

Fyrstu tennurnar koma yfirleitt fram í neðri gómi, fyrst ein eða tvær framtennur og síðan koll af kolli. Flestöll börn eru búin að taka allar barnatennurnar um 2 1/2 árs aldur.

Sjá einnig: Af hverju á maður að geyma tennur barna sinna?

Hvers vegna verður barnið ergilegt við tanntökuna?

Ýmsar ranghugmyndir eru um tanntökuna. Til eru þeir sem halda að tanntakan geti valdið hita eða eyrnabólgu eða að barnið verði ergilegt og vilji ekki sofa.

Ýmsar breytingar eiga sér stað í umhverfi barnsins um það leyti sem það tekur sína fyrstu tönn. Fæðingarorlofið er á enda og ýmsar breytingar verða á daglegu lífi barnsins. Á þessum tíma er barnið að aðlagast annarri fæðu en brjóstamjólkinni.

Framtíðarhorfur

Tanntakan sjálf veldur ekki hita, hitinn stafar af einhverri þeirra fjölmörgu sýkinga sem öll börn fara í gegnum. Einmitt á þessum tíma er aukin smithætta vegna aukins samneytis við ókunnuga. Eldri systkini koma með félaga sína í heimsókn og ef til vill er barnið byrjað í gæslu. Allt þetta eykur smithættu og getur þar af leiðandi orsakað hita.

Sjálf tanntakan getur oft valdið svolitlu ergelsi. Barnið nagar í leikföngin og slefar meira vegna þess að það klæjar í gómana.

Hvað er til ráða?

  • Mikilvægt er að barnið fái ekki mikið af sætindum og mjög súrum mat.
  • Gefðu barninu aldrei ávaxtasafa í pela, það getur valdið varanlegum tannskemmdum.
  • Til að tennurnar verði ekki fyrir litabreytingum skal ekki að gefa barninu járndropa nema blanda þá saman við mauk.

 

SHARE