Ekkert á hliðunum
Hvern hefði grunað að það gæti verið svona pæjulegt að skilja eftir hliðarnar á nöglunum og lakka bara eina rönd yfir nöglina?
Gimsteinaneglur
Þú getur náð þessu útliti á nöglunum með því að nota króm, glimmer og liti saman og nota ímyndunaraflið.
Demantaneglur
Þú getur núna fengið svona ofan á þínar neglur. Þú þarft enga skartgripi ef þú ert með svona neglur. Það er kannski ókostur að þér mun aldrei finnast neinar neglur jafn glæsilegar og þessar, eftir að þú færð þér þessar einu sinni.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.