Þessir eru alveg sjúklega góðir frá Eldhússystrum
Pekanhnetubitar
Botn
375 g Kornax hveiti
100 g sykur
1/2 tsk salt
225 g smjör
Fylling
4 egg
350 ml ljóst síróp
150 gr púðursykur
150 gr sykur
50 gr smjör, brætt
1,5 tsk vanilludropar
270 gr pekanhnetur, saxaðar
Aðferð
Stillið ofninn á 175 c. Smyrjið ofnskúffu að innan, 25 x 40 cm stóra u.þ.b.
Blandið saman hveitinu, sykrinum og saltinu. Skerið smjörið í litla bita og myljið það saman við hveitiblönduna, þar til blandan er orðin að fíngerðum mulningi. Setjið í ofnskúffuna og þrýstið vel ofan í hana. Bakið í 20 mínútur.
Meðan botninn bakast, búið þá til fyllinguna. Blandið vel saman eggjunum, sírópinu, sykrinum, smjörinu og vanilludropunum. Hrærið pekanhnetunum saman við. Þegar botninn er tilbúinn setjið þá fyllinguna ofan á og dreifið vel úr henni. Setjið aftur í ofninn og og bakið í 25 mínútur eða þar til fyllingin er orðin stinn. Látið kólna alveg áður en bakan er skorin niður í litla bita.
Endilega smellið like-i á Eldhússystur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.