Loksins þegar Scott Disick hefur fengið Kourtney Kardashian aftur virðist hann ætla að klúðra því enn eina ferðina.
Scott fór á Sundance Film Festival um daginn og skemmti sér svakalega og það féll heldur betur í grýttan jarðveg hjá Kourtney.
Sjá einnig: Kourtney sýnir Justin Bieber geirvörtur sínar
„Kourtney hefur verið að færa fórnir og hafna viðskiptatækifærum sem tækju hana frá börnunum. Hún hefur líka regluega verið hjá ráðgjafa sjálf og hefur vonast til að Scott vildi gera það líka. Á meðan kemur Scott til baka í viku eða mánuð þegar hann hefur hagað sér vel og hverfur svo bara aftur,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.
Heimildarmaðurinn segir að eigingirni Scott sé erfið fyrir Kourtney en hún sé að reyna að láta börnin finna fyrir stöðugleika og festu.