Í apríl tölublaði Marie Claire er talað við Mila Kunis sem var valin kynþokkafyllsta kona heims nú fyrir skemmstu. Í viðtalinu segir hún að hún vilji taka sér hvíld frá glamúrnum og glysinu sem fylgir því að vera leikkona.
„Mig langar að sjá hvað bransinn hefur upp á að bjóða annað, þannig að ég geti kannski bara unnið að heiman,“ segir Mila. „Eins og til dæmis að vinna sem framleiðandi. Þá get ég átt mér líf á einum stað.“
Mila segir líka: „Ég held að ég geti ekki gert 3 bíómyndir á ári eins og margir eru að gera, það er bara of mikið. Það kemur bara sá tímapunktur í lífi fólks að það langar bara til þess að vera… heima.“
Mila er kærasta Ashton Kutcher í dag en þau léku saman í That ´70s Show en hún byrjaði að leika í þáttunum þegar hún var bara 14 ára gömul. Hún segist líka hafa þurft að sanna sig verulega eftir að hún hætti að leika í þáttunum. Að hún gæti í raun leikið annað hlutverk.
Þegar Mila er spurð að því hvernig hún fari að því að vera trú sjálfri sér þá segir hún: „Ég ritskoða sjálfa mig…. og upp á síðkastið hef ég gert meira af því en áður. En ég hef alltaf sagt að það er auðveldara að vera heiðarlegur en að láta góma sig í einhverjum lygavef. Þá veistu að minnsta kosti hver þú ert.“