Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.
Fiskurinn
Á komandi vikum muntu örugglega fara í tilfinningalegan rússíbana. Þunglyndislega hugsanir og glaðværar stundir verða í bland. Ekki gleypa vini þína, þó svo að þeir séu alltaf til staðar fyrir þig þegar þú þarft á huggun og stuðningi að halda.
Vinnan þín þarf alla þína athygli og einbeitingu þessa dagana. Þú ert þreyttari en vanalega. Ekki láta gagnrýni slá þig út af laginu og sýndu hvað þú ert duglegur starfsmaður. Það getur verið að stórkostlegt atvinnutækifæri bjóðist þér.
Þú þarf að fara varlega með heilsuna þína. Þú ofmetur oft hversu góð andleg og líkamleg heilsa þín er. Hlustaður á lækninn þinn og ekki setja of mikla pressu á þig.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.