Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.
Hrúturinn
Á næstu vikum þarftu að passa þig sérstaklega á því að taka ekki veraldlega hluti fram yfir nána vináttu. Það getur gerst að þín persónulegu markmið og óskir snúir upp í andhverfu sína. Þess vegna ættir þú að finna út hvað þú vilt í raun og veru og hlusta á þína innri rödd. Það getur enginn giskað á hvernig þér líður.
Það er möguleiki að þú munir haga þér á frekar sjálfhverfan hátt á komandi vikum. Það er mjög mikilvægt fyrir þig, í vinnuumhverfi þínu, að þú lítir stundum á þig í speglinum og spyrjir þig hvort viðhorf þín og hegðun eigi alltaf rétt á sér. Það snýst ekki allt um peninga.
Þegar kemur að heilsunni þinni þá ættir þú að reyna að hreyfa þig nokkrum sinnum í viku. Farðu varlega með líkama þinn. Gefðu þér tíma til að slaka á og hugsa um þig sjálfa/n og gefðu þér tíma til að anda!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.