Stjörnuspá fyrir febrúar – Vogin

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Vogin 

 

Þú hefur mjög gaman að því að spjalla og munt gera mikið af því á næstunni. Hinsvegar getur verið að nú sé kominn tími til þess að hlusta líka; annars gætirðu misst af mjög mikilvægum hlutum. Notaðu tækifærið og talaðu við nýtt fólk við hvert tækifæri. Með því gætir þú lært hluti sem geta víkkað sjóndeildarhringinn þinn.
 
 

Þú ert metnaðargjörn/gjarn og langar að læra nýja hluti. Notaðu metnað þinn til að læra, hvort sem það er innan fyrirtækisins sem þú starfar hjá eða ferð í skóla.
 
 

Þú ættir að vinna í því að finna þér einhverja líkamsrækt sem hentar þér. Prófaðu pílates, jóga eða Qi Gong. Í svona æfingum færðu æfingu fyrir líkama þinn og nærð að slaka á og einbeita þér. Það er fátt betra en það.

 

SHARE