Sykraðar seasamgulrætur

Þetta dásamlega meðlæti er svo gott. Þið verðið að prófa þetta um helgina. Uppskriftin kemur frá Matarbloggi Önnu Bjarkar

Sykraðar seasamgulrætur

 

f. 6

500 gr. gulrætur, skrældar og skornar langsum í lengjur

4 msk. ljós púðursykur

4 msk. smjör

1 msk. ljós sesamfræ

Sjávarsalt

Þessar eru svo góðar að það er næstum hægt að flokka þær sem sælgæti.  Frábærar með öllum stórsteikum og hátíðarmat 🙂

Svona gerum við:

Gulræturnar eru skrældar og þvegnar.  Þú ræður svo hvernig þú skerð þær, eða hvort þú hefur þær heilar ef þær eru litlar.  Guræturnar eru soðnar í saltvatni í 5 mínútur, þar til þær eru næstum meyrar.  Vatninu er hellt af þeim og gulræturnar settar aftur í pottinn, ásamt smjöri, sykri og sesamfræjum og steikt á miðlungshita í 5- 10 mínútur, hrært í við og við, þar til þær eru karmelliseraðar og gylltar. Smá sjávarsalti mulið yfir.

Mælum með því að þið smellið like-i á Matarblogg Önnu Bjarkar á Facebook

SHARE