Jillian Johnson missti son sinn fyrir 5 árum síðan, en barnið dó úr hungri.
„Mig langaði alltaf að deila sögunni af Landon með öðrum en ég var hrædd við hvað aðrir myndu segja og að ég yrði dæmd,“ sagði Jillian í frásögn sinni á Fed Is Best Foundation, sem eru samtök sem helga sig því að koma í veg fyrir að nýburar og smábörn deyji úr hungri, vegna þess að þau eru ekki að fá næga næringu úr brjóstamjólkinni.
Landon litli var 3300 grömm þegar hann kom í heiminn eftir bráðakeisaraskurð. Spítalinn sem Jillian fæddist á, leggur mikla áherslu á að brjóstagjöf og mikilvægi hennar.
Sjá einnig: Sveiflar barninu og fer á kaf í ískalt vatn
Þrátt fyrir að Jillian hafi verið greind með fjölblöðrueggjastokka heilkenni og brjóstagjafaráðgjafi hafi verið henni innan handar, var henni ráðlagt að hafa Landon litla eingöngu á brjósti. Jillian segir að brjóstagjafaráðgjafinn hafi sagt að Landon væri „með góðan sogkraft og allt væri eðlilegt“.
„Landon grét og grét, stanslaust. Hann grét alltaf ef hann var ekki á brjósti svo ég var alltaf með hann á brjóstinu. Þegar ég spurði hvers vegna hann væri alltaf á brjósti, var mér sagt að það væri af því að hann væri að „safna sér næringu“. Ég mundi eftir að hafa heyrt um slíkt á foreldranámskeiðin og treysti læknunum og hjúkrunarfræðingum fyrir því að þau væru að segja mér rétt,“ sagði Jillian en Landon var hennar fyrsta barn.
Á rúmlega 2 sólarhringum missti Landon um 10% af líkamsþyngd sinni og var samt útskrifaður af spítalanum. Jillian hélt áfram að hafa hann á brjósti, þangað til hún fann litla drenginn sinn meðvitundarlausan í hjartastoppi.
Sjá einnig: Hversu lengi ætti barnið að vera við skjá?
Farið var með Landon á bráðamóttökuna þar sem læknar komust að því að hann hefði orðið fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts, eftir að hann fór í hjartastopp en hann hafði orðið fyrir alvarlegu vöktatapi. Hægt var að vekja hann til meðvitundar og var hann tengdur við öndunarvél. Landon litli var tekinn úr öndunarvélinni 15 dögum síðar og lést í kjölfarið.
Talið er að 1-5% allra mæðra séu ekki að framleiða nægilega mikið af mjólk til þess að hafa barnið eingöngu á brjósti. Í þeim tilfellum leita konurnar jafnvel ráða hjá læknum og brjóstagjafaráðgjöfum til þess að gefa þeim góð ráð til að barnið þroskist og dafni eðlilega. Jillian var aldrei ráðlagt að gefa Landon þurrmjólk eða neina ábót með brjóstamjólkinni.
„Ég er með endalaust af spurningum og nagandi samviskubit. Hvað ef ég hefði gefið honum pela? Mér líður alla daga eins og ég hafi brugðist honum,“ sagði Jillian í færslu sinni.