Þessi svakalega girnilegi fiskur kemur frá Allskonar.is
- 1 msk olía
- 1 laukur, fínsaxaður
- 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
- 1/4 tsk chiliflögur
- 1 dl vatn
- 1/ teningur grænmetiskraftur
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 tsk oregano
- 1 tsk majoram
- 2 stjörnuanís
- góð handfylli steinselja
- 2 msk basilikka, fersk söxuð
- 200 gr fetaostur, mulinn
- salt og pipar
- 600gr fiskur
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 40 mínútur
Hitaðu ofninn í 170°C.
Settu olíuna í pönnu og steiktu laukinn þar til hann er mjúkur, í um 5 mínútur. Bættu þá við hvítlauk og chiliflögunum og steiktu í um hálfa mínútu. Helltu vatninu út í og settu hálfan grænmetiskraft tening, hrærðu vel þar til teningurinn leysist upp. Settu þá tómatana, oregano, majoram og stjörnuanísinn út í og láttu malla í 10-15 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Taktu af hitanum og bættu steinseljunni og basilikkunni út í, 2/3 af fetaostinum og smakkaðu til með salti og pipar.
Skerðu fiskinn í bita og raðaðu í eldfast mót. Helltu sósunni yfir fiskinn og myldu afganginn af fetaostinum yfir.
Bakaðu í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn og osturinn er gullinbrúnn.
Endilega smellið á „like“ á Facebook síðu Allskonar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.