Ben Affleck og Jennifer Lopez að hittast í laumi

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru að kynda upp í gömlum glæðum, ef marka má slúðurmiðilinn RadarOnline.

Við höfum fengið mjög margar fregnir af þeim báðum upp á síðkastið en JLo átti að vera byrjuð með Drake og ýmist er Ben skilinn við Jennifer Garner eða ekki.

JLo og Ben hafa verið að hittast að undanförnu og þeir hittingar hafa ekki verið til þess að ræða komandi verkefni sín. Heimildarmaður sagði: „Það var eins og þau hefðu aldrei hætt saman. Jennifer roðnanði þegar þau heilsuðust með kossi. Straumarnir á milli þeirra voru augljósir og þau hefðu getað verið ein á svæðinu.“

Sjá einnig: Jennifer ætlar að ganga frá skilnaðinum við Ben Affleck

 

Ben vildi fá Jennifer til að leika í myndinni Live by Night en Jennifer Garner setti sig upp á móti því. svo úr því varð aldrei.

Heimildarmaðurinn sagði líka: „Ben og Jennifer hafa verið að hittast í laumi og heyrst hefur að þau ætli að taka þetta alla leið í þetta skipti.“

 

 

SHARE