Hummus

Hér er frábær uppskrift af Hummus sem kemur frá Café Sigrún. 

Innihald

  • 1 dós (240 g án vökvans) soðnar/niðursoðnar kjúklingabaunir
  • 1-2 stór hvítlauksrif
  • 2 msk tahini (sesammauk)
  • 1,5 msk sítrónusafi
  • 1 tsk tamarisósa
  • Smá klípa cayennepipar eða paprika
  • 0,25 tsk cumin (ekki kúmen)
  • 20 ml af vatni eða sojamjólk
  • 40 ml ólífuolía (sumir nota meiri ólífuolíu)
  • Salt (Himalaya eða sjávarsalt) eftir smekk
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Hellið öllu vatni af kjúklingabaununum og setjið þær í matvinnsluvél. Maukið í um 10 sekúndur.
  2. Afhýðið hvítlaukinn, saxið hann smátt/pressið hann og bætið honum út í ásamt tahini, sítrónusafa, tamarisósu, cayennepipar og cumin.
  3. Maukið allt saman í um 30 sekúndur eða skemur ef þið viljið grófari áferð.
  4. Kryddið með meiri tamarisósu og svörtum pipar. Einnig má bæta aðeins við af tahini ef þið viljið meira bragð af því.
  5. Á meðan vélin vinnur skuluð þið hella ólífuolíunni út í hummusinn í mjórri en stöðugri bunu. Ef þið viljið hummusinn þynnri má bæta vatni eða sojamjólk út í.
  6. Berið fram í skál og dreifið smá klípu af cayenne pipar yfir. Einnig er gott að setja 1 tsk af ólífuolíu yfir hummusinn ásamt kjúklingabaunum og coriander ef þið viljið.

Endilega smellið einu like-i á Facebook síðu Café Sigrúnar

cs_logocafe sigrun

SHARE