Svo gott að fá sér grillaðan maísstöngul og hér er frábær leið til að fá gómsætan maísstöngul. Uppskriftin kemur frá Lólý.
250 gr smjör(mjúkt)
4 msk Garlic & Lemon sinnep(frá Nicolas Vahé)
salt
Basilika smátt söxuð
Byrjið á því að þeyta saman smjörið og sinnepið og smakkið til – gætuð þurft meira af sinnepinu en það fer alveg eftir smekk.
Takið maísstönglana og skellið á sjóðandi heitt grillið og grillið þá með hýði og öllu í 20 mínútur og passið upp á að snúa þeim mjög reglulega – þeir eru tilbúnir þegar hýðið er allt orðið mjög dökkt, nánast brennt.
Takið þá síðan af grillinu og látið kólna aðeins. Þá er best að taka allt hýðið af og hreinsa þá vel, skera endana og skella þeim í álpappír. Smyrið þá vel af smjörinu vel yfir þá alla og hafið alveg svolítið mikið magn af smjörinu í álpappírnum. Pakkið þeim vel inn í álpappírinn og skellið aftur á grillið í svona eins og 7 mínútur og þá verða þeir extra djúsí og góðir. Svo er bara að dreifa smá basiliku og salti yfir þá og auðvitað hafa nóg af auka smjörblöndu með.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.