Hollari valkostir sem eru í alvöru bragðgóðir

Það getur verið mjög einfalt að skipta út óhollu hráefni fyrir annað hollara án þess að það komi niður á bragðinu á matnum. Maður þarf einfaldlega að prófa sig áfram.
Hér eru fjórar einfaldar leiðir að hollari máltíðum.

-Skiptu út smjöri eða majónesi fyrir avókadó. Það er ástæða fyrir því að það komst í tísku að borða ristað brauð með avókadó. Það er einfaldlega alveg jafn gott og ristað brauð með smjöri, jafnvel betra. Prófaðu líka að nota avókadó í staðinn fyrir majónóes í salöt. Það svínvirkar og er einstaklega ljúffengt.

-Skiptu út olíu í kökuuppskriftum fyrir eplamauk. Einn desilítri af olíu verður að einum desilítra af eplamauki. Kökurnar verða dúnmjúkar og bragðgóðar.

-Notaðu haframjöl í staðinn fyrir brauðrasp. Áferðin verður kannski ekki alveg sú sama ef þú ætlar að nota mjölið til að hjúpa kjúkling, en haframjölið er mjög gott í hakkbollur og kjöthleifi. Þú finnur engan mun.

-Maukaðu döðlur og notaðu maukið í stað sykurs. Þú finnur varla muninn ef þú setur maukið í kökur, smoothie eða ís. Bragðgóður, hollari valkostur.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE