Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma

Þessi veisluterta er frá Eldhússystrum og fengu þær uppskriftina frá mjög vinsælum sænskum sjónvarpskokki, Leilu Lindholm. 

041

Jarðarberjaterta

Svampbotn
3 egg
2,5 dl sykur
1 tsk vanillusykur
50 gr smjör
1 dl mjólk
3,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi

Vanillukrem
5 dl mjólk
1 vanillustöng
1,5 dl sykur
7 eggjarauður
¾ dl maizena mjöl (sjá hér)
50 gr mjúkt smjör

Fylling
5 dl jarðaber
2,5 dl fersk hindber
1 dl sykur
3 dl rjómi

+ ferskir ávextir til að skreyta með

Aðferð

Svampbotn

Stillið ofninn á 175°c og smyrjið lausbotna form.
Þeytið egg, sykur og vanillusykur saman þar til létt og ljóst.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif.

Bræðið smjörið, blandið saman við mjólkina og blandið saman við deigið.
Hellið deiginu í formið og bakið í 25 – 30 mínútur. Látið kökuna kólna alveg eftir að hún er tekin úr ofninum áður en hún er skorin í 3 jafna hluta.

Vanillukrem

Hellið mjólkinni í pott ásamt klofinni vanillustöng sem búið er að skrapa innihaldið úr. Látið mjólkina ná suðu. Þegar suðan er komin upp takið þá stöngina upp úr.

Þeytið sykur, gulur og maízenamjölið þar til létt og ljóst. Hellið heitu mjólkinni út í eggjablönduna og þeytið vel á meðan. Hellið aftur yfir í pottinn og hitið upp og þeytið mjög vel allan tíman. Þegar blandan er orðin þykk hellið þá yfir í kalda skál.

Bræðið smjörið í heitu kreminu meðan þeytt er, haldið er áfram að þeyta þar til kremið er alveg slétt og mjúkt. Kælið vanillukremið áður en því er smurt á kökuna.

Kakan sett saman
Stappið berin saman með sykrinum. Breiðið á neðsta botninn. Setjið næsta botn á og setjið vanillukremið á hann. Leggið efsta botninn á, þeytið rjómann og breiðið yfir kökuna. Skreytið gjarnan með ferskum berjum.

 

Endilega smellið á like á Facebook síðu Eldhússystraeldhussystur

SHARE