Réttað var í máli Patriciu Krentcil í New Jersey,Bandaríkjunum vegna kæru þess efnis að hún hafi hætt lífi 5 ára dóttur sinnar með því að leyfa henni að fara í ljósabekk. Barnið skaðbrenndist í ljósunum. Konan var sýknuð af ákærunni og er barnið enn í umsjá móður sinnar. Ólöglegt er í New Jersey að hleypa börnum innan 14 ára aldurs á ljósabekki. Mamman er bálreið þeim sem hafa gagnrýnt hana og kallað hana lélega móður og sagði að þeir væru bara “ljótir, feitir og afbrýðissamir.”
Kennarar telpunnar tóku eftir brunasárum á fótleggjum hennar og tilkynntu um þau til réttra yfirvalda. Sárin fékk stelpan þegar hún lá á ljósabekkjum þar sem mamma hennar var tíður gestur. Mamman segist ekki hafa leyft henni að fara á bekkina en auðvitað hafi hún komið mér sér á ljósastofuna. Þar með var málinu lokið!
Hér fyrri neðan getur þú séð viðtal við mömmuna
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”7a3qobYPr5w”]