5 frábærar lausnir í þrifum

Stundum eru einföldustu ráðin þau áhrifaríkustu.

 

Það eru eflaust margir sem hafa klórað sér í hausnum yfir því í gegnum tíðina, hvernig best sé að þrífa hina og þessa hluti og með hverju. Það er kannski engin ein rétt lausn á hverju vandamáli fyrir sig, en hér eru nokkrar sniðugar og áhrifaríkar lausnir, sem flestar eru tiltölulega umhverfisvænar í þokkabót.

 

Þrífðu skurðarbrettið með sítrónu

Sítrónusafi getur gert kraftaverk við að hreinsa erfiða bletti af bæði tré- og plastskurðarbrettum. Skerðu sítrónu í tvennt, kreistu smá safa úr og nuddaðu sárinu yfir brettið. Láttu standa í 20 mínútur og hreinsaðu svo brettið með vatnið.

 

Mynd: www.secrethealthy.com

Losaðu stíflu með matarsóda

Ef vatnið er farið að renna mjög hægt ofan í niðurfallið í vaskinum prófaðu þá að nota matarsóda og edik sem stíflueyði. Blandaðu saman hálfum bolla af matarsóda og hálfum bolla af ediki, helltu ofan í niðurfallið, leggðu rakan klút yfir og láttu standa í 5 mínútur. Taktu þá klútinn af og láttu heitt vatn renna í vaskinn.

 

Þurrkaðu af með kaffipoka

Ótrúlegt en satt þá er kaffipoki betri en nokkur microfiber tuska til að þrífa sjónvarps- og tölvuskjái. Kaffipokinn nær rykinu vel af og skilur ekki eftir sig neinar rákir.

 

 

best-vauum-for-pet-hair

Fjarlægðu hár með hanska

Hunda- og kattaeigendur kannast eflaust við það vandamál að dýrahárin loða við allt, sérstaklega kósí sófa, stóla og púða. Margir nota límrúllu til að fjarlægja hárin, en vandamálið við slíka rúllu er að hún getur skilið eftir sig lím sem hárin setjast enn frekar í. Besta ráðið er að strjúka af sófanum með rökum gúmmíhanska. Þannig nærðu öllum hárunum á einfaldan hátt og ekkert lím kemur við sögu.

 

Álpappír á matarleifar

Það getur stundum verið erfitt að ná matarleifum af eldföstum mótum, sérstaklega ef bráðinn og grillaður ostur kemur við sögu. Sniðug leið til að þrífa svona mót er að rúlla saman smá álpappír, setja á hann uppþvottalög og nudda. Viti menn, matarleifarnar renna af.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE