Segðu bless við öll baneitruðu hreinsiefnin og kíktu í eldhússkápana
Margir kannast eflaust við að fita og önnur óhreinindi setjist á flísar, bæði inni á baði og í eldhúsinu, sem erfitt er að ná af. Það virðist vera sama hvaða hreinsiefni eru notuð, þessi óhreinindi nást aldrei almennilega af. En lausnin gæti verið nær en þig grunar. Það er nefnilega algjör óþarfi að nota baneitruð efni og hjakka með grófum svampi á flísunum, í þeirri von að ná þeim hreinum. Það sem er til í eldhúsinu er alveg eins gott, og jafnvel betra. Til að ná flísum hreinum og fallegum má nefnilega nota matarsóda, lyftiduft, borðedik og sítrónusafa.
Hér eru þrjár aðferðir til að nota þessi efni við þrif á flísum:
1. Stráðu matarsóda á svamp og nuddaðu yfir óhreinindin. Þvoðu af með vatni.
2. Hrærðu saman í þykka blöndu af ediki og lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Þessu er nuddað á flísarnar og látið bíða í þrjár til fjóra klukkutíma. Síðan þvegið af með volgu vatni og góðum klút.
3. Sítrónusafi einn og sér getur líka verið ágætur. Þá er sítróna skorin í tvennt og sárinu nuddað yfir óhreinindin, látið liggja smástund og þvegið
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.