Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að fólk er með viðkvæma húð sem hleypur auðveldlega upp í útbrot og rauða flekki, er þurr og hrjúf. En hvað sem orsökum líður er hægt að gera eitt og annað til þess að reyna að halda þessum einkennum í lágmarki.
-Ekki nota snyrtivörur með ilmefnum í, þær eru afar ertandi fyrir viðkvæma húð. Ef þú notar ilmvatn skaltu passa að það komist helst ekki í beina snertingu við húðina. Gott er að leggja flíkina sem þú ætlar í á rúmið og spreyja 1-2 sinnum yfir hana og bíða í 1-2 mínútur áður en þú klæðir þig, þannig takmarkar þú hættuna á því að ilmurinn erti húðina verulega.
-Notaðu mild þvottaefni án ilmefna og reyndu að sleppa því að nota mýkingarefni. Ef þú vilt fá mildan ilm af þvottinum geturðu sett dropa af ilmkjarnaolíu í mýkingarefnishólfið.
Sjá einnig: Húðkrabbamein og fæðingarblettir
-Ekki átta allir sig á því að hreingerningarefni geta líka verið mjög vond fyrir húðina, veldu sem náttúrulegastar vörur sem eru lausar við ertandi efni og ilmefni.
-Ekki nota grófa klúta eða þvottapoka til þess að þvo þér í framan.
-Ekki fara út í mikinn kulda án þess að bera feitt krem eða aðra vörn í andlitið og á varirnar.
-Farðar og aðrar förðunarvörur geta innihaldið ertandi efni, það gleymist gjarnan, vandið valið á slíkum vörum.
-Notaðu krem með vörn gegn útfjólubláum geislum – líka þó að sólin skíni ekki.
Heimildir: Fréttatíminn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.