Góðar venjur kvölds og morgna

Ekki er alltaf tími til þess að dekstra við húðina kvölds og morgna og jafnvel ekki æskilegt hvern einasta dag svo að húðin missi ekki sínar náttúrulegu varnir og olíur. En þegar þú gefur þér tíma er það ó svo gott.
Kvöldrútína

Fjarlægðu farðann með góðum klút og mildu hreinsiefni. Notaðu tóner áður en þú berð á þig gott næturkrem eða serum. Passaðu þig á því að skipta oft um koddaver þar sem óhreinindi í koddanum geta orsakað erting og jafnvel væg útbrot. Berðu feitan áburð á hendur ef þær eru þurrar og fætur ef þeir eru þurrir. Gott getur verið að sofa í þunnum bómullarsokkum til þess að áburðurinn smjúgi vel inn í húðina.

 

Morgunrútína

Ekki fara í of heita sturtu en gott getur verið að halda heitum þvottapoka upp við andlitið og láta gufuna opna og leika um svitaholurnar. Hreinsaðu húðina með góðri húðfroðu eða húðmjólk. Ekki undanskilja hálsinn. Þurrkaðu andlitið með mjúkum klút og passaðu þig á því að nudda ekki fast. Notaðu tóner án alkóhóls og leyfðu honum að þorna vel áður en þú berð á þig gott andlitskrem, helst með sólarvörn. Núna ætti andlitið að vera tilbúið undir farðann, notir þú slíkan.

Þetta er ljómandi að gera 2-3 í viku en þess á milli má láta duga að þrífa andlitið með volgu vatni og dropa og hreinsiefni og nota gott rakakrem.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE