![hand-wash-button-604x400](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2016/02/hand-wash-button-604x400.jpg)
Blautar hendur dreifa þúsund sinnum fleiri sýklum en þurrar.
Fjórði hver karlmaður og sjötta hver kona þvær sér ekki um hendurnar eftir hafa farið á klósettið og rúmlega sextíu prósent fullorðinna þvo sér ekki um hendur áður en handfjatla mat, hvort sem það er heima á vinnustað eða veitingahúsi, ef marka má breskar rannsóknir þess efnis. Álíka hátt hlutfall þvær hendurnar ekki nógu lengi í einu og þerra ekki hendurnar eftir handþvott, en blautar hendur dreifa um þúsund sinnum meiri sýklum en þurrar.
Við höldum kannski að við séum að viðhafa nægilegt hreinlæti en í mörgum tilfellum er því ábótavant og þannig dreifum við hinum ýmsu umgangspestum án þess að gera okkur grein fyrir því. Nú þegar flensan er á næsta leiti er gott að minna sig á að þvo alltaf hendur eftir klósettferðir og áður en borðað er, sérstaklega ef deila á mat með öðrum.
Þá er gott að fara yfir það hvernig æskilegur handþvottur fer fram, en mælt er með því að hendur séu skrúbbaðar í að minnsta kosti 20 sekúndur í einu til að ná öllum bakteríum af.
-Taktu hringa og aðra skartgripi af
-Skolaðu hendur undir rennandi, volgu vatni
-Settu fljótandi sápu á hendur, dreifðu og nuddaðu hendur í að minnsta kosti 20 sekúndur og passaðu vel að þvo fingurgóma, naglasvæði, á milli fingra og ekki gleyma þumalfingri. Einnig er gott að þvo handleggi.
-Skolaðu alla sápu af höndum með rennandi vatni.
-Þurrkaðu hendurnar vel með pappírsþurrku eða hreinu handklæði. Handklæði verða mjög fljótt menguð af bakteríum og því þarf að þvo þau mjög oft.
-Gott er að hafa í huga að kranar á almenningssalernum geta verið óhreinir og því er gott að skrúfa fyrir þá með pappírsþurrku.
Heimildir: Fréttatíminn