Blac Chyna hafði dulda ástæðu til að vilja Rob aftur

Í seinustu viku var sagt frá því að Rob Kardashian og Blac Chyna væru byrjuð saman aftur. Þau eru farin að birta myndir af sér saman og virðast vera að reyna að sannfæra fólk um að nú séu þau hamingjusöm.

rob-kardashian-blac-chyna-back-together-kissing-pics-0

Þann 1. apríl birtu Blac myndband af þeim á Snapchat að kyssast og kela en RadarOnline hefur það eftir heimildarmanni að Blac hafi dulda ástæðu fyrir því að vera komin til Rob aftur.

„Blac Chyna varð mjög hrædd um daginn, eftir að þau Rob hættu saman því hún var svo hrædd um að verða blönk. Hún vill að þetta gangi upp fyrir barnið þeirra og framtíðina. Blac ætlar samt ekki að sætta sig við neitt kjaftæði og ef hann vill láta þetta ganga verður hann að taka sig saman í andlitinu, á allan hátt,“ sagði heimildarmaðurinn

 

SHARE