Sjúklega góð súkkulaðimús

Þessi fallega og girnilega uppskrift kemur frá Lólý.is

Súkkulaðimús er alltaf svo klassískur og góður eftirréttur. Þessi uppskrift er svo skemmtileg og einföld, eitthvað sem allir geta gert. Ég rakst á þessa uppskrift einhvern tímann þegar ég var að skoða mig um á netinu og mér fannst þetta ótrúlega skemmtileg tilbreyting frá þessari venjulegu mús sem er með eggjum og öllu.

300 ml rjómi
150 gr suðusúkkulaði(ég nota stundum appelsínusúkkulaði)
80 ml sólblómaolía

Bræðið súkkulaðið í potti við vægan hita eða yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er bráðnað þá hellið þið olíunni út í og hrærið vel í á meðan. Látið súkkulaðið kólna aðeins eða á meðan þið léttþeytið rjómann, passið upp á að hann verði ekki of stífur.
Blandið síðan súkkulaðinu varlega út í rjóman og hrærið hægt og rólega á meðan. Svo er bara að annað hvort skella þessu í litlar skálar eða eina stóra og kæla í nokkra  klukkutíma. Það er líka gott að gera hana deginum áður en á að bjóða upp á hana. Svo er gott að bera hana fram með ferskum berjum og rjóma.

Það sem þarf að passa upp á í þessu er að vera með gæða ólífuolíu því hún getur verið svo bragðmikil en eins má alveg nota sólblómaolíu eða aðra olíu ef maður er minna hrifinn af ólífuolíunni.

Endilega smellið like-i á Facebook síðu Lólý

loly

SHARE