DIY: Endurnýting í innpökkun

Endurnýting og innpökkun, innpökkun og endurnýting. Ég rakst á þessa aðferð á netinu fyrir nokkrum árum og hef notað hana mjög oft síðan. Það eina sem þú þarft er tómur kassi t.d. utan af morgunkorni eða kexpakka, gjafapappír, límband eða tvöfalt límband (double sided tape), skæri, borði og gatari. Þú klippir flipana ofan af kassanum og sníðir pappírinn til þannig að hann sé aðeins stærri en kassinn, passar að hann nái niður fyrir botninn og aðeins inn í opið. Svo er kassanum einfaldlega pakkað inn. Mér finnst best að nota tvöfalt límband við þetta, þá læt ég límrendur á allan kassann og tek bréfið svo af af einni í einu þegar ég rúlla pappírnum á kassann. Hljómar erfitt en er það alls ekki.

Svo tekur þú gatarann og gatar þar sem þú vilt að borðinn komi fyrir handföngin og límir borðana niður innan í kassanum. Og þá er gjafapokinn er tilbúinn og þú stendur uppi án þess að þurfa að láta kassann í endurvinnsluna eða eyða pening í gjafapoka.

SHARE