Hreindýra-bollakökur

Á Gotterí.is er hægt að finna svo margar skemmtilegar og fallegar uppskriftir sem lífga upp á tilveruna. Þessi er einmitt af síðunni og er gaman að bjóða upp á þær í boðum á aðventunni.

Þessar krúttlegu hreindýra bollakökur geta allir föndrað og dóttir mín sem er átta ára sá að mestu um skreytingar þetta skiptið. Við sáum þessa skreytingarhugmynd á Pinterest og það er alltaf svo gaman að gera eitthvað svona einfalt og skemmtilegt svo ég hvet ykkur til að prófa þessar í jólaundirbúningnum.

Bollakökur

• Betty Crocker Devils Food Cake Mix
• Royal súkkulaðibúðingur
• 170 ml matarolía
• 1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn(180gr)
• 90 ml nýmjólk
• 4 egg
• 1 tsk vanilludropar
• 250 gr suðusúkkulaðidropar

1. Setjið allt nema súkkulaðidropana í skál, hrærið þar til slétt og fínt.
2. Vefjið súkkulaðidropunum saman við með sleif.
3. Skiptið á milli bollakökuformanna og bakið við 160°C í um 20 mínútur ( blandan gefur 24 stk)

 

Súkkulaðikrem

• 50 gr suðusúkkulaði
• 100 gr smjör frá Gott í matinn (við stofuhita)
• 200 gr flórsykur
• 1 tsk vanilludropar
• 3 msk bökunarkakó
• 2-4 msk nýmjólk
1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og leyfið að standa á meðan þið þeytið rest saman svo það sé ekki of heitt þegar það er sett út í.
2. Þeytið smjör þar til létt og ljóst.
3. Bætið flórsykri og bökunarkakó smátt og smátt saman við og skafið niður á milli.
4. Bætið vanilludropunum við að lokum og vefjið því næst bræddu súkkulaðinu saman við með sleif.
5. Bætið nokkrum msk af mjólk saman við eftir þörfum svo auðvelt sé að smyrja kreminu á.

 

aIMG_0241

Skraut

• Saltkringlur
• Litlar piparkökukúlur
• Wilton nammiaugu (fást í Allt í köku)
• Rauðar & brúnar stórar sykurperlur (fást í Allt í köku)
• Límt saman með bræddu súkkulaði

SHARE