Þessi hugrakka kona heitir Hulda Birna og hana vantar nýra. Hún setti inn status á Facebook þess efnis. Hulda er 46 ára, á 3 uppkomin börn og eitt barnabarn. Fyrir 19 árum greindist hún með nýrnasjúkdóm og það varð svo ljóst fyrir rúmum 3 árum að hún þurfti að byrja í blóðskilun en hún þarf að mæta 3 sinnum í viku í 4 tíma í senn allt árið. Hulda leggur sig fram í því að lifa heilbrigðu líferni og heldur sér í góðu formi ásamt því að passa matarræðið. Blóðskilunin tekur á bæði líkamlega og andlega og nú er svo komið að hana langar að fá frelsi. Hulda gæti eins og staðan er í dag ekki lifað meira en 5-7 daga án þess að fara í blóðskilun svo að hún þarf alltaf að vera nálægt spítalanum. Hulda var hugrökk að láta til skarar skríða og auglýsa eftir nýra á Facebook en henni fannst það virkilega erfitt. Hér eru skilaboðin sem hún deildi:
“Jæja elskurnar mínar eftir þónokkra umhugsun og smá andvökur, pínu spennu og hvattningu, fékk ég kjarkinn að taka áskoruninni og auglýsa hér með eftir nýra. Þetta var þvílíkt erfið ákvörðun, það er svo ægilega erfitt að biðja um hjálp , einhvernvegin þorði því ekki og hef aldrei viljað setja pressu á einn né neinn og ég vona að engum finnist ég sé að gera það með þessu.. Ég er búin að heyra svo dásamlegar fréttir af svona vel heppnuðum póstum að mig langaði svo að prófa líka. Eg er búin að vera í blóðskilun í 3 ár og er farin að þrá frelsi. Ég er með svo sterka mótefnagjafa að það er erfitt að fá þannig nýra úr látnum gjafa.. Að fá nýra úr lifandi væri besta úrræðið, það eru nokkrir búnir að fara í tékk eins og t.d. Grétar minn, mamma, Róbert og Magga frænka þau passa ekki..svo eru líka nokkir sem hafa boðist til en eru því miður ekki nægilega hraustir..það eru tveir aðalþættir sem þarf að hafa sem gjafi að vera í blóðflokk B eða O og vera hraustur. Hægt er að hafa samband við Læknirinn minn Ólaf Skúla Indriðason s. 825-5087 eða mig í s. 7714432 eða e-mail hbb1966@gmail.com.. Ég legg þetta allt saman í hendurnar á Guði eins og alltaf.. með kærleikskveðju Hulda Birna”
Við vonum innilega að allir sem lesi deili greininni svo að sem flestir fái tækifæri til að leggja Huldu lið.