Hjúkrunarfræðingar reknir eftir uppátæki á spítala

Það er fátt í þessum heimi jafn varnarlaust og nýfædd börn. Þess vegna er mjög mikilvægt að við getum treyst fólki sem starfar við að annast börnin okkar.

Hjúkrunarfræðingar í Saudi Arabíu gerðu það að gamni sínu að krumpa andlit nýfædds barns, sem var á spítala vegna þvagfærasýkingar. Þær tóku það upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlum. Þegar myndbandið fór á flug á netinu komst upp um hvaða konur þetta voru og voru þrjár hjúkrunarkonur reknar af spítalanum vegna atviksins.

https://www.youtube.com/watch?v=nw_XvP2zteg

Hvað finnst ykkur?

SHARE