Við sögðum frá því á sínum tíma að Ben Affleck hefði farið í meðferð eftir að hann kom aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið við tökur á Íslandi. Hann var ásamt barnsmóður sinni, Jennifer Garner, á körfuboltaleik í Los Angeles þar sem þau lentu í rifrildi.

Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Jen er reið yfir því hversu barnalega hann hagar sér og krefst þess að hann ætti að drekka og aka um á mótorhjólinu sínu. Hún vill ekki að börnin hennar alist upp án föður síns.“

Ben, sem hefur farið inn og útúr meðferð, fór í sína seinustu meðferð í desember. Hann lenti nýlega í slysi á mótorhjólinu sínu sem hefði getað farið mjög illa.

Jen hellti sér yfir Ben og var ekkert að hafa lágt. 

SHARE