Við fjölskyldan fórum til Kanada síðasta sumar, 100% fullkomin ferð sem segir nokkuð þegar við erum að tala um 7 tíma tímamismun, og yfir 6 tíma flug með 2 mjög orkumikil börn.
Ég er safnari, hræðilega mikill safnari og eitt af því sem ég tók með mér heim frá Kanada var smá strandarsandur og steinar, og núna um helgina hafði ég loksins tíma til að búa eitthvað til úr því (hey, tveggja barna móðir munið). Ég keypti 2 gler kertadiska í Tiger og 2 ódýr rauðvínsglös í Fjölsmiðjunni (sem er nokkurskonar notað og nýtt búð hérna á Akureyri). Ég límdi steinana á kertadiskana og setti sandinn í rauðvínsglasið. Svo setti ég lím á brúnirnar á glösunum, setti kertadiskana á glösin þannig að þeir snéru niður (inn í glasið), beið þangað til að allt límið hafði þornað og snéri svo öllu við. Og ég var komin með fallega kertastjaka sem kostuðu varla neitt en eru mikils virði minningarlega séð.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.