Frábært “infogram” um dreifingu auðs í Ameríku – Myndband

Eftir hrunið hafa margir rankað við sér og farið að horfa gagnrýnari augum á það efnahagskerfi sem við lifum við enda fengum við Íslendingar skell þegar við misstum bankana okkar og efnahagurinn fór á hliðina. Það getur ekki talist afrek stjórnvalda að hér á landi er okkar þjóðfélag á uppleið, heldur myndi ég vilja þakka það því fólki sem tekur málin í sínar hendur og kann að skapa verðmæti úr því sem það hefur, þetta fólk eru frumkvöðlarnir okkar hvort sem þeir stýra stórum eða litlum fyrirtækjum þá eru það þeir sem munu keyra okkur út úr þessari lægð og hefur sú vegferð þegar hafist.

Með þeim gagnrýnu augum á skiptingu auðs í þjóðfélaginu kemur ýmislegt í ljós, en í Bandaríkjunum hefur þetta verið skoðað mun ítarlegar en hér á landi og vildið ég deila með ykkur eftirfarandi myndbandi sem útskýrir dreifingu auðs í Bandaríkjunum.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”QPKKQnijnsM”]

Nú skal það tekið fram að ég aðhyllist frjálshyggju og tel að þeir sem vinna hörðum höndum að sínum markmiðum eigi skilið  að uppskera árangur erfiði síns. Jafnframt trúi ég því að frjálshyggju geti fylgt sterkt og sanngjarnt velferðar, heilbrigðis og menntakerfi, en ég trúi á kraft “OG” sem snýst um að það sé hægt að vera með bæði á sama tíma, vera með frjálshyggjuþenkjandi samfélag OG hlúa að þegnum ríkisins.

Kenningin um kraft OG’sins kemur fram í bókinni Built to last eftir Jerry I. Porras og Jim Collins og ég hvet fólk til að kynna sér hana.

Vonandi tekur einhver að sér að skoða skiptingu auðs á Íslandi því þrátt fyrir að vera frjálshyggjumaður sé ég að þessi skipting auðs er alls ekki í lagi og minnkar tækifæri allra sem eru ekki í topp 20% ríkustu þess þjóðfélags.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here