10 merki um að þú sért að nálgast tíðahvörf

Það er tímabil sem þú gengur í gegnum áður en eiginleg tíðahvörf hefjast sem getur verið leiðinlegt og erfitt að ganga í gegnum. Ef þú heldur að þú sért að nálgast tíðahvörf gætirðu fundið fyrir eftirfarandi einkennum.

Óreglulegar blæðingar

Tíðahringur þinn fer að truflast. Annað hvort fer að líða lengra á milli blæðinga eða styttra og oftast fara að detta út blæðingar. Blæðingarnar sjálfar breytast líka og verða mjög litlar eða mjög miklar.

Þyngdaraukning

Það er margt sem getur stuðlað að þyngdaraukningu hjá konum á þessum tíma eins og til dæmis minna estrógen magn, hægari efnaskipti og aukning á framleiðslu stress hormóns. Flestar konur bæta á sig á magasvæðinu og sumar sjá jafnvel breytingar á vexti sínum.

Skapsveiflur

Konur geta orðið viðkvæmari í skapinu, pirringur, depurð, kvíði og spenna. Samkvæmt Menopause Centre Australia, geta skapsveiflur stafað af sveiflum í hormónum sem verður vegna ójafnægis í serótónín framleiðslu.

Þurrkur í leggöngum

Samkvæmt Dr. Sara Gottfried, kvensjúkdómalækni, geta konur orðið varar við þurrk um leið og framleiðsla á estrógeni og testósteróni minnkar. Þetta getur valdið sársauka við kynmök og þá er um að gera að nota sleipiefni til að koma í veg fyrir sársauka.

Sársauki og verkir

Þú gætir farið að finna fyrir sársauka og verkjum á nokkrum stöðum í líkamanum. Verkir í vöðvum og liðum eru algengastir. Þær sem eru gjarnar á að fá mígreni geta fengið fleiri köst á þessu tímabili.  Sumar konur finna fyrir smá verk og eymslum í brjóstum.

Sjá einnig: 10 ráð til að lækna allskyns kvilla

Slæmur svefn

Hitakóf og nætursviti er eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á gæði svefns kvenna sem eru að byrja á breytingaskeiði eða eru á breytingaskeiðinu. Um það bil 35-50% kvenna upplifa að svitna og fá hitakóf á nóttunni. Stress ýtir undir truflaðan svefn og þetta getur valdið mikilli þreytu á daginn sem hefur áhrif á daglegt líf.

Breytt kynhvöt

Samkvæmt Mayo Clinic geta sumar konur fundið fyrir minni kynhvöt á þessu tímabili, vegna breytinga á hormónunum, á meðan aðrar konur finna engan mun og jafnvel finna fyrir meiri kynhvöt.

Gleymska

Margar rannsóknir, eins og þessi, hafa bent til þess að konur geti farið að finna fyrir minnistapi á tímabilinu fyrir breytingaskeið og á breytingaskeiðinu. Þátttakendur í rannsókninni töluðu um gleymsku og erfiðleika við einbeitingu. Svefntruflanir geta einnig spilað inn í þetta.

Sjá einnig: Breytingaskeiðið er engin silfurskeið

Þvagfæravandamál

Slímhúðin í leggöngum þynnist og missir teygjanleikan með aldrinum og þá geta konur orðið viðkvæmar fyrir sýkingum. Aukin tíðni þvagfærasýkinga getur verið merki um að breytingaskeiðið sé að nálgast. Önnur merki geta verið tíð þvaglát og slappari grindarbotnsvöðvar.

Viðkvæm húð og hár

Hárið getur orðið þurrara og viðkvæmara. Neglur geta líka orðið stökkari og geta jafnvel breytt um lit. Þú getur farið að sjá þunnar línur í húðinni, fitu í húðinni, aukinn hárvöxt í andliti, bólur og öldrunarbletti.

Heimildir: Medical Daily

 

 

SHARE