Þessi maður hefur átt í erfiðleikum vegna þyngdar sinnar stærstan hluta lífs síns en hann hefur þurft mikið að sjá um veika móður sína.
Hann heitir Jeff Kendall og er 26 ára. Móðir hans fékk blóðtappa við heila árið 2015 og hann hefur þurft að sjá mikið um hana eftir það.
Móðir hans fór tvisvar sinnum í dá og þegar á þeim tíma stóð fór Jeff að hugsa að nú væri tími til að taka sig á og hætta að búa til afsakanir.
„Góður vinur minn var einnig að ganga í gegnum erfið sambandslit á sama tíma og þetta var góður tími til að byrja á einhverju nýju. Við byrjuðum á einhverju léttu, tókum armbeygjur á hverjum degi og gengum úti,“ sagði Jeff í samtali við Love What Matters.
„Hamingja mín og sjálfstraust jókst á hverjum degi. Ég fór að skokka og taka spretti og reyndi alltaf meira og meira á mig. Ég fann rásir á Youtube þar sem ég gat æft heima og fór að gera jóga og aðrar æfingar nánast alla daga.“
Hann birti myndir af sér sem sýndi árangurinn sem hann hafði náð.
„Ég gat ekki sofið um nóttina. Þetta var ótrúlegt. Athugasemdirnar voru svo upplífgandi og hvetjandi. Margir kalla mig Disney prins og mér fannst það besta hrósið af þeim öllum. Nú langar mig að verða fyrirsæta eða kannski leikari.“
Í bili ver Jeff tíma sínum í að sjá um móður sína en hún er núna lömuð í vinstri hlið líkamans.
„Hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og hún lætur mig kunna að meta lífið.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.