Hvað eru geðdeyfðarlyf?

 

Á Doktor.is er hægt að finna greinar um allt milli himins og jarðar um sjúkdóma, lyf og lækningar.

  • Geðdeyfðarlyf – hvers vegna kallast lyfin „sælupillur“?

 

Sælupillur er slanguryrði yfir geðdeyfðarlyf og vísar einkum til Prozac® (=Fontex®= Seról®) og skyldra lyfja sem oft eru nefnd SSRI lyf eða serótónín endurupptökuhemjarar.

Þegar fyrsta SSRI-lyfið, Prozac® (=Fontex®), kom á markaðinn var mikið skrifað um það í Bandaríkjunum. Tímaritið Newsweek kallaði Prozac® undralyf“ sem, auk þess að vinna á þunglyndi og angist, gæti aukið sjálfstraust og framkvæmdasemi. Þessum eiginleikum hefur verið lýst í bandarískri metsölubók.

 

  • Hver eru áhrifin?

 

Við þunglyndi er minna framboð af fríu serótóníni í heilanum en vant er. Serótónín er lykilboðefni fyrir mörg svæði í heilanum, þar á meðal fyrir þau svæði sem skipta mestu máli fyrir tilfinningalíf okkar. Þessi efni verka með því að hindra endurupptöku boðefnisins serótónins á taugungamótum heilafrumna. Þar með eykst frítt serótónín í heilanum en það kemur af stað ferli sem dregur úr depurð og kvíða á nokkrum vikum.

 

  • Hverjar eru helstu ábendingarnar fyrir þessum geðdeyfðarlyfjum?

 

SSRI lyf eru aðallega notuð við meðferð á vægu og miðlungssvæsnu þunglyndi. Þau hafa þó einnig reynst gagnleg við kvíðaköstum, þráhyggjuhugsunum og áráttuatferli, félagsfælni, grátköstum eftir hjartaáfall/heilablóðfall og lotugræðgi.

 

  • Gera þau jafn mikið gagn og önnur þunglyndislyf?

 

Rannsóknir benda til þess að efnin séu ýmist jafnáhrifamikil eða aðeins áhrifaminni en hefðbundin þunglyndislyf (þríhringlaga geðdeyfðarlyf) við mjög alvarlegu þunglyndi. Við vægu og miðlungssvæsnu þunglyndi og kvíðaröskunum virðast þau koma að álíka gagni og gamalreyndari lyf, en tíðni aukaverkana er minni.

Ekki hefur komið í ljós verulegur munur milli einstakra SSRI lyfja hvað varðar áhrif, en þó er alltaf einhver einstaklingsbundinn munur til staðar þannig að eitt SSRI lyf getur hentað tilteknum einstaklingi betur en lyf sem hann reyndi áður og þoldi ekki nægilega vel.

 

  • Hvað líður langur tími frá inntöku SSRI lyf þar til þau fara að verka?

 

Það tekur yfirleitt 2-3 vikur að finna greinilegan árangur, eins og gildir um hefðbundin þunglyndislyf. Þó getur það tekið lengri tíma t.a.m. gegn félagsfælni og lotugræðgi. Hið sama gildir og um önnur þunglyndislyf, að áhrifin verða nær engin ef áfengis og vímuefna er neytt að staðaldri.

 

  • Hvaða aukaverkanir fylgja?

 

Algengustu aukaverkanirnar eru ógleði, lystarleysi, seinkað sáðlát hjá körlum og minni áhugi á kynlífi hjá konum og/eða lengri tíma tekur að örvast kynferðislega, höfuðverkur, aukin svitamyndun að næturlagi. Sjaldnar uppköst, niðurgangur eða jafnvel magaverkir. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt tímabundnar. Í upphafi meðferðar verður einnig stundum vart við svefntruflanir og aukin kvíða eða eirðarleysi í einhverja daga. Þessar aukaverkanir geta hlotist af öllum gerðum SSRI lyfja.

 

  • Er hægt að verða háður SSRI lyfjum?

 

Ekkert bendir til þess, að SSRI lyf séu ávanabindandi. Þau valda ekki vímu eins og áfengi eða morfín. Þó geta komið fyrir óþægileg einkenni ef inntöku þeirra er hætt skyndilega, svo sem breyting á húðskyni eða eins konar óraunveruleikakennd sem erfitt er að lýsa. Því skal hætta töku þeirra smám saman á a.m.k. 2 vikum. Það á þó ekki við þegar Prozac® (=Fontex®, Seról®) á í hlut, því það þarf ekki að trappa sökum þess hve lengi það er að brotna niður í líkamanum (mjög langur helmingunartími).

 

  • Hvenær á að gæta sín?

 

SSRI lyfin eru almennt ekki hættuleg fólki með líkamleg veikindi en aldrei skal þó taka þau nema að höfðu samráði við lækni. Hjartveiku eldra fólki er óhætt að nota þessi lyf við þunglyndi. Þó getur verið varasamt að nota sum þeirra með ákveðnum lyfjum þar sem þau geta truflað niðurbrot tiltekinna lyfja, þannig að þau safnast fyrir í líkamanum og það getur verið hættulegt (sjá samverkun). Forðast ber neyslu vímugjafa með öllum geðlyfjum og gildir sú meginregla einnig um SSRI lyf.

 

  • Má þunguð kona eða með barn á brjósti taka SSRI lyf?

 

Enn er ekki komin löng reynsla á SSRI lyfin hjá vanfærum konum, nema þá helst Prozac® (=Fontex®=Seról®). Heilbrigðisyfirvöld í vestrænum löndum ráða því almennt frá notkun þeirra á meðgöngu og meðan verið er með barn á brjósti en rétt er að ráðfæra sig við lækni í einstökum tilfellum. Þar kunna hefðbundin þunglyndislyf að vera öruggari enda lengri reynsla fyrir notkun þeirra. Nýjar rannsóknir benda þó til að SSRI lyf séu hættulaus eða mjög hættulítil á meðgöngu.

 

  • Hvað heita SSRI lyfin?

 

Virka efnið (sérlyfjaheiti á Íslandi)

Lyfið Fluvoxamín (Fevarin®) tilheyrir einnig þessum flokki en það er ekki á sérlyfjaskrá á Íslandi. Er það einkum notað við áráttu- og þráhyggjuröskun.

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á 

SHARE