Þegar trúin drepur börn – Myndband

Hér má sjá fjölmörg dæmi frá Bandaríkjunum um foreldra sem fóru ekki með börn sín til læknis vegna þess að þau trúa ekki á læknavísindin. Í þeirra augum er það veikleikamerki að taka lyf en styrkleikamerki að snúa sér að trúnni.

Þessi börn sem fjallað er um dóu af kvillum eða veikindum sem læknavísindin í dag geta tekist á við, svo sem  þvagfærasýking og vanþroskuð lungu við fæðingu. Í einu tilfelli sögðu foreldrarnir við lögreglumenn sem rannsaka andlátið; “við börðumst við djöfulinn, en djöfullinn vann.”

Þetta er saknæmt gáleysi í Bandaríkjunum og hefur eitthvað af þessum foreldrum þegar verið dæmt.

Hér má sjá samantekt á nokkrum þessara mála sem hafa verið að koma upp uppá síðkastið.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”TO9AvzXvw4o”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here