Ert þú svona manneskja, sem kaupir nýtt og flott dagatal í byrjun hvers árs, alveg ákveðin í að vera svo skipulögð, en timir svo ekki að skrifa á það vegna þess að dagatalið er svo flott svona nýtt?
Jæja, ef þú getur notað skæri og lím (sem sagt kominn yfir leikskólaaldur) þá getur þú gert þetta plan, og það besta er að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að gera stafsetningarvillur, vegna þess að þú getur einfaldlega þurrkað út það sem þú skrifaðir.
Það eina sem þú þarft er frekar stór rammi, málningaprufur og lím (ég notaði tvöfalt límband sem límir báðum megin). Þú þarft 35 mismunandi prufur og ég lofa því, að það að velja þær er það erfiðasta við þetta verkefni. Ok það og að fara ekki að hlæja af svipnum á afgreiðslumanninum í málningabúðinni þegar þú labbar í burtu með allar þessar prufur. Svo er bara að opna rammann, raða upp prufunum (þannig að þær myndi 5×7), skrifa vikundagana efst, loka rammanum og nota töflutúss til að skrifa 1 til 28-31 (fer eftir hvaða mánuður er). Svo er bara að velja flottan stað til að hengja upp nýja flotta planið þitt.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.