Kallar manninn sinn „ógeðslegan“ fyrir að yfirgefa hana

Chrissy Teigen (32) var langt frá því að vera ánægð með manninn sinn, John Legend, þegar hann fór frá henni, nýfæddu barni þeirra og 2 ára dóttur þeirra, til þess að koma fram á Billboard verðlaunahátíðinni.

Nýfæddi sonur þeirra var aðeins 4 daga gamall þegar pabbinn fór til Las Vegas og mamman var heima með börnin tvö.

 

Fyrirsætan birti mynd af sér á Twitter þar sem hún er á sófanum að fylgjast með John veita viðtöl á verðlaunahátíðinni.

Við myndina skrifaði hún:  “Wow didn’t u just have a baby John smh go take care of it !!!!!! disgusting.”

Síðar sama kvöld birtir hún mynd af kvöldmatnum sem hún var að elda fyrir þau hjónin og biður hann að vera kominn heim kl 21.

John birti svo þetta um kvöldið á sínu Twitter:

 

Chrissy hefur án efa bráðnað þegar hann söng lagið A Good Night en það virðist vera tileinkað henni, eða þá að þetta hafi verið nett grín milli þeirra. Hver veit?

SHARE